En við grillum, og grillum flest allt nema kannski skyr og hafragraut.
Hér er syndsamlega góð uppskrift af spæsí lime rækjum með dásamlegri avókadó-kóríander sósu.
Það má líka nota humar.
Þessi sósa er köld og passar einstaklega vel með rækjum, humri og fisk.
Uppskrift er fyrir 4-6.
500 gr af rækjum eða humri – má vera meira
Safi úr stóru lime eða 2 minni
3 msk af ólífuolíu
2 hvítlauksgeirar, kramdir
2 tsk af chili dufti
½ tsk af muldu cumin
¼ tsk af papriku kryddi
½ tsk af grófu salti
¼ tsk af ferskum svörtum pipar
¼ tsk af rauðum piparflögum
1 avókadó skorið í tvennt og steinninn úr
½ bolli af grísku jógúrt án fitu
1 hvítlauksgeiri
Safi úr einu lime
2 msk kóríandir, saxað smátt
Salt og pipar eftir smekk
Taktu skál og hrærðu saman lime safa, ólífuolílu, hvítlauk, chili dufti, cumin, papriku kryddi, salti og pipar og rauðu piparflögunum. Setjið þetta í poka sem hægt er að loka (zip lock). Hristið poka til að láta blönduna marinerast í hálftíma.
Forhitið grillið auðvitað, notum meðal hita. Setjið rækjur/humar á ál pinna og setjið á grillið. Látið grillast á hvorri hlið í 2 mínútur eða þar til rækjur/humar er ekki lengur bleik.
Setjið avókadó, gríska jógúrtið, hvítlaukinn, lime og kóríander saman í matarvinnsluvél og dúndrið á hraða. Sósan er tilbúin þegar blandan er mjúk.
Þetta skal bera fram um leið og allt er tilbúið.