Kvöldmaturinn.
Sjúklega vantar manni stundum “sukk” mat
Og þá fer maður í að reyna í huganum að róa púkana og lofa öllu fögru.
Þessi réttur róaði alla púka og þeir sitja sáttir núna …brosa bara og halda að þeir séu búnir að sukka feitt.
Rjómalöguð sósa með pasta ( eða þannig róaði ég púkana )
En í staðin kokkaði ég upp jummí sósu með engum rjóma
Kúrbítsnúðlur og parmesan á toppinn.
Uppskrift.
1 Poki Hörpudiskur frosin
1 Kúrbítur
1 Rauð paprika
1 Lítill poki spínat
3 Hvítlauks rif marin
1 Askja sveppir
1 Lúka smátt saxaður graslaukur
1 Askja létt sveppa ostur
1/2 Camenbert ostur
1 msk. Grænmetiskraftur frá Sollu
1 tsk. olia til að steikja upp úr grænmetið
1 tsk. ísl. smjör til að steikja Hörpudiskinn
2 dl. vatn
2 dl. Fjörmjólk/léttmjólk
Chilli salt- nýmulin pipar- cayenepipar
Aðferð.
Byrja á að afhýða Kúrbítinn.
Rífa niður langsum á rifjárni og fá langar mjóar ræmur.
Það er erfitt að skera hann allan niður.
Svo afganginn bara skera niður í litla bita og nota með í sósuna.
Sjóða svo núðlurnar ( Kúrbítinn) í örlitlu saltvatni í MAX 30sec.
Þá er að hella í sigti og láta leka ALLT vatn úr núðlunum.
Um að gera setja smá pappír og þrýsta á…til að ná hverjum einasta vatnsdropa úr
En alls ekki kremja.
Það er smá trikk að ná þessu góðu
Sósan.
Skera allt grænmetið smátt og steikja.
Krydda til ( ekki gleyma Hvítlauknum)
Þá er að blanda við vatninu og kraftinum.
Sjóða upp og bæta við ostinum og í lokinn mjólkinni.
Hræra vel saman…þá komin sjúklega góð “Rjómasósa”
steikja svo Hörpudiskinn upp úr smjörinu
Kemur rosalega góður lögur….krydda til
Og blanda þessu síðan við sósuna.
Sjúklega gott :)
Ég fæ mér svona Kúrbítsnúðlur…en fjölskyldan fékk speltpasta.