Það er pínu erfiðara núna svona eftir matarpartýin að halda rútínu.
En þá er bara að gera aðeins betur :)
Ekki klikka á hollustunni.
Fór í hörkupúl í morgun í Heilsuborginni og þá kallar líkaminn nú bara á einhverja holla gleði.
Hafði nauman tíma en fullan ísskáp :)
Græjaði ristaða grófa brauðsneið.
Og fékk mér linsoðið egg, rækjur og avokadó ofan á.
Baðaði svo þetta upp úr sítrónusafa .. nánast :)
Með þessu smá salat, rucola, ydduð gúrka, melóna og granatepli.
Létt og ljúft og stútfullt af hollustu :)
Höldum þetta út og njótum þess að byrja árið fallega.