Hádegið
Eigum við að ræða þetta eitthvað ?
Ég er í alsælu
Bauð sjálfri mér upp á "lúxus " hádegi
Langar ykkur í uppskrift að þessum ofurholla, fallega og skítlétta rétti :)
Lífið er stundum alveg þess virði að gera vel við sig .
Innihald.
Risarækjur
Brokkólí
Blómkál
Laukur
Gulrætur
Rauð paprika
Örlítið af sesam og Hörfræjum
Mango í dós frá Nature's Finest á Íslandi
Avacado
Hvítlaukur
chilli
Engifer
Olía
Sweet chilli sósa frá maður lifandi
Lakkríssalt örlítið frá Saltverk Reykjaness og pipar.
Skera niður grænmetið og steikja.
nota gróft salt og pipar.
Ég nærri þurrsteiki ( finnst betra nota olíu eftir á)
Kremja hvítlaukinn-chilli og engifer í hvítlauks pressu.
Og bæta útí grænmetið og steikja með.
Rækjurnar bara rétt að hita á pönnu með nokkrum dropum af olíu og Lakkríssalti.
Strá yfir Sesam og Hörfæ.
Síðan láta grænmetið á disk .
Raða Rækjunum með .
Skera Avacado eftir smekk og hafa með.
Mangóið skorið í litla bita alveg dásamlega silkimjúk og æði með Avacadói og rækjum
Sweet chilli sósa eftir smekk.
Kórander á toppinn og pipar yfir.
Þetta er alveg æði :)