Sunnudags hádegi í nærri því sól :)
Rækjuréttur með blómkálsgrjónum og avacado.
Réturinn.
Rækjur ( betra að hafa þessar stærri)
Búa til blöndu í skál.
Lófafylli Kórander saxaðann
Lófafylli saxaðann graslauk
2 hvítlauks rif marin
chilli eftir smekk marinn
1 cm engifer marin
1/2 gul paprika skorin smátt
1/4 smátt skorin Mangó
1 tsk. fish sause
1 tsk. sweet soya sause
Safi úr 1/2 sítrónu
Salt og pipar
Hræra öllu vel saman og bæta rækjunum við.
Síðan steikja í rétt smá stund á pönnu.
Rækjurnar þola ekki mikla eldun
Svo skella á disk með blómkálsgrjónum og avacado
Hræra öllu saman..þá mýkist avacadoið með sælgæti.