Saltfiskur:
Saltaðir þorskhnakkar. Keypti þessa úrvals þorskhnakka í fisbúðinni Hafið Fiskverslun í Spönginni. Salfiskurinn skorinn í bita og velt uppúr lífrænt ræktuðu hveiti. Olía og ósaltað smjör hitað á pönnu og saltfiskbitarnir settir á pönnuna. Steikið fiskinn í nokkrar mín.
Sæt katöflumús:
Sjóðið vatn í potti. Takið hýðið af sætri kartöflu og skerið í tenginga. Setjið teninganan í sjóðandi vatnið og sjóðið í nokkrar mín. Sigtið kartöfluteningana. Bræðið smjör í potti, setjið kartöfluteningana útí og stappið með kartöflupressu. Gott er að setja örlítið hunang útí hræruna.
Suðræn sveifla:
1 stk rauðlaukur, skorinn smátt
4 – 5 stk hvítlauksrif, skorin smátt
10 stk kokteiltómatar, skornir í tvennt
Slatti af basilíku, skorinn gróft
¼ Chili, skorinn smátt
10 stk sólþurrkaðir tómatar, skornir í þrennt
1 dós niðurstoðnir tómatar
10 stk olívur
20 stk kapers
Olía
Cayennepipar
Salt
Pipar
Olía hituð í potti. Hvítlaukur og laukur steiktur í pottinum í stutta stund. Chili, basilíku, kokteiltómötum, sólþurrkuðum tómötum og niðursoðum tómötum bætt saman við og soðið í 15 – 20 mín. Kryddið að vild. Takið pottinn af hellunni og bætið olívum og kapers útí. Sjóðið allt saman í 5 mín.
Lífið er saltfiskur og þessi frábæri saltfiskréttur kallaði fram bros.
Njótið stundarinnar!
Uppskrift frá Anna Bogga Food & Good