Aðalréttur fyrir um 4
800 g ýsa (roð og beinlaus) einnig má einnig nota annan ljósan fisk svo sem þorsk, löngu, steinbít, osfv.
Eggjasoppan:
2 stk Egg
1 dl Léttmjólk
1 tsk Dijonsinnep
½ tsk Paprikuduft
½ tsk Sítrónupipar
1 tsk Hvítlauksolía
2 dl Heilhveiti
Aðferð:
Öllu blandað hráefninu blandað vel saman þar til að þetta verður kekkjalaus soppa, svipað og vöffludeig.
„Hollustu"raspur:
1 dl Haframjöl
1 dl Kornflex
2 dl Brauðraspur úr grófu brauði (Gróft brauð þurrkað í 120°C heitum ofni í un 20 mín)
Aðferð:
Allt sett í matvinnsluvél og mulið saman þar til að þetta lítur út eins og brauðraspur, passa að hann verði ekki of fínn.
Raspinn má gera með góðum fyrirvara og geyma inn í skáp í lokuðum umbúðum fram að notkun.
ISIO-4 olía til steikingar.
Salt og pipar
Eldunar aðferð:
Skerið fiskinn í huggulega bita. Pískið eggin, AB-mjólkina, hvítlauksolíuna, sinnepið, paprikuduftið og hveitið saman, þannig að þetta verður soppa sem er heldur í þykkari kantinum (svipað og vöffludeig) og kryddið aðeins með salti og pipar. Þá er fiskurinn settur í eggjablönduna, þaðan í raspinn og síðan steiktur upp úr olíunni á heitri pönnu í um 2 mín. á hvorri hlið, eða þar til gullinbrúnn, kryddið aðeins með salti og pipar á meðan á steikingunni stendur. Þeim sem finnst gamla brennda smjörbragðið ómissandi geta auðvitað sett setja smá smjör á pönnuna í miðri steikingu til að ná því fram.
Lauksalat:
½ Laukur (sneiddur í strimla)
½ Rauðlaukur (sneiddur í strimla)
1/3 Blaðlaukur um 100 g (sneiddur í strimla)
ISIO-4 olía til steikingar
2 msk Hvítlauksolía
2 msk Eplaedik eða annað gott edik
2 msk eitthvað gott léttsmjör (Létt og laggott, Olivio)
Salt og Pipar
Aðferð:
Allur laukurinn er settur á pönnu ásamt hvítlauksolíunni og ISIO-4 og léttsteikt þar til laukurinn aðeins mýkist, passið að steikja laukinn ekki of mikið. Þá er pannan tekin af hitanum og edikinu og léttsmjörinu bætt á pönnuna og látið bráðna á meðan lauksalatinu er blandað saman, smakkið til með salti og pipar, borið fram volgt.
Þessi klikkar ekki með nýjum kartöflu, fersku salati og tartarsósu