Berið þorskhnakkana fram ofan á salatinu.
Þorskhnakkar: Rettur fyrir 4
Setjið grillpönnu á hellu og hitið vel í nokkrar mín. Malið wasabibaunirnar fínt í matvinnsluvél, hrærið saman hunang og límónusafa. Gerið fjórar jafnstórar steikur úr þorskhnökkunum, penslið þær með hunangi og límónusafa og veltið síðan upp úr muldum wasabibaunum. Steikið í 1½ mín. á hvorri hlið. Wakame salat: Skerið sykurbaunirnar í þunna strimla og blandið saman við wakamesalatið og hellið þar næst sesamolíunni út á. Berið þorskhnakkana fram ofan á salatinu.
Innihald:
800 g þorskhnakkar
2 msk lífrænt hunang
safi úr ½ límónu
200 g wasabi baunir
salt og pipar eftir smekk
olía til steikingar
Wakame salat:
200 g tilbúið wakamesalat, fæst í gourmet búðum
100 g sykurbaunir
3 msk sesamolía
smá salt eftir smekk
Þessa uppskirft er einnig að finna á www.hagkaup.is