Kvöldmaturinn.
Ýsa í papriku osta sósu.
2 Ýsuflök
4 Gulrætur
1 Rauð paprika
1 Rauðlaukur
3 rif Hvítlaukur
2 bollar vatn
1 Bolli Léttmjólk
1 Askja Papriku létt ostur
1 msk. Grænmetis kraftur frá Sollu
Cayenepipar-svartur pipar-salt
Setja ýsuna í eldfast mót og krydda.
Skera Gulrætur og paprikuna yfir.
Á pönnu eða potti steikja hvítlaukinn og laukinn.
Bæta grænmetiskraftinum við og vatninu.
Sjóða upp og í lokinn bæta mjólkinni við.
Hella öllu yfir fiskinn og inn í heitan ofn...ég rétt hita því mér finnst fiskur ekki góður of eldaður.
Svo er bara að nota Blómkálsgrjón með.