Gott að eiga snakk í kælinum
Tilvalið að búa til og eiga í ísskápnum.
Hráefni:
280 g súkkulaði 52%
130 g smjör
130 g McVities digestives kex
80 g hvítt súkkulaði
Leiðbeiningar:
Bræðið súkkulaðið og smjörið yfir vatnsbaði, takið af hitanum. Brjótið kexið niður í litla bita og blandið saman við súkkulaðið og setjið svo hvíta súkkulaðið saman við að lokum. Fletjið massann út á smjörpappír og látið kólna í kæli. Brjótið loks niður í marga misstóra bita.
Uppskrift tekin af vef hagkaup.is