8 egg (þessi flottu lífrænu frá Nesbú - frjálsar hænur)
1 vel þroskað avokadó
1 rauðlaukur
Jalapeno eftir smekk (fer eftir hvað maður vill sterkt)
1 sítróna (bara safinn)
Ferskur kóriander eftir smekk.
Ég var með 2 msk ferskan niður saxaðan Kóriander.
Ef að maður vill ekki Kóríander þá nota steinselju.
Nota harðsoðin egg.
Og bara nota 4 eggjarauður.
Saxa niður rauðlauk , kóríander og jalapeno setja í stóra skál.
Í matvinnsluvél setja 4 eggjarauður og eitt avocado og vinna vel saman.
Blanda maukinu í skálina og bæta við sítrónusafanum.
Hræra öllu vel saman.
Fylla svo eggjahvíturnar með maukinu.
Gott að nota rjómasprautu með stórum stút. Það er einnig hægt að nota plastpoka, bara klippa örlítið gat á eitt hornið.
Þetta er algjör snilld á veisluborðið og ég tala nú ekki um páskana.