Uppskrift er fyrir 4.
6 stk (1 pk) Mission Wraps vefjur með grillrönd
900 g kjúklingabringur (3-4 stk) t.d Rose Poultry
8-10 msk Sweet BBQ sósa frá Heinz
1/3 ferskur ananas
½ mangó
Íssalat
Rauðlaukur
Vorlaukur
Kóríander
Rifinn ostur
Salt, pipar, ólífuolía
1. Skerið grænmeti og ávexti í litla bita, rífið ost og leggið til hliðar.
2. Skerið kjúklingabringurnar í litla bita, steikið upp úr ólífuolíu og kryddið til með salti og pipar. Þegar bitarnir eru steiktir í gegn er pannan tekin af hellunni og BBQ sósunni hrært saman við.
3. Gerið vefjurnar tilbúnar og setjið vel af kjúklingablöndu, rifnum osti og grænmeti og ávöxtum á hverja köku og vefjið upp.