Ef þú ert að taka mataræðið í gegn en vilt ekki alveg sleppa súkkulaði kökunum þá skaltu prufa þessa uppskrift.
Ef þú ert að taka mataræðið í gegn en vilt ekki alveg sleppa súkkulaði kökunum þá skaltu prufa þessa uppskrift.
Í þessari snilldar uppskrift er notað avókadó í stað smjörs og það er enginn sykur í henni, heldur er notast við hunang.
Þetta eru eiginlega hollustu súkkulaði kökur í heimi.
Hráefni:
60 gr af lífrænu ósætu súkkulaði sem er brætt með ½ msk af kókósolíu
½ avókadó
2 msk af möndlusmjöri – ósöltuðu
¼ bolli af hrá hunangi
1 stórt lífrænt egg og ein lífræn eggjahvíta
2 msk af lífrænu kakódufti
1 ½ msk af lífrænu möndluhveiti
Leiðbeiningar:
- Stappaðu avókadóið í mauk.
- Settu núna öll hráefnin í matvinnsluvél (eða vél sem þú notar) og látið blandast afar vel saman. Deig á að vera mjúkt.
- Látið nú deigið kólna í ísskáp í klukkustund.
- Forhitið ofninn í 200 gráður.
- Hafðu tilbúna bökunarplötu með smjörpappír og notaðu skeið eða annað ílát til að setja deigið á plötuna. Kökurnar geta verið í laginu eins og þig langar að hafa þær.
- Látið bakast í 15 – 17 mínúur.
- Látið kólna í um 5 mínútur.
Og Voilá!
Núna ertu komin með súper hollar súkkulaðikökur til að narta í þegar sykurlöngunin sækir að.
Njótið vel!