Þessi uppskrift er fyrir þrjá.
15 döðlur – láta þær liggja í vatni í klukkustund
1 þroskað avókadó
¼ bolli af hrá kakó eða kakódufti, helst ósætu
1 bolli af kókósmjólk
Klípa af sjávarsalti
1 dós af kældum kókósrjóma (coconut cream)
2 msk af maple sýrópi
Hafið döðlurnar í volgu vatni í klukkustund áður en þær eru notaðar. Þetta gerir þær mjúkar og auðveldara að blanda þær. Mundu að hella öllu vatni af döðlum.
Settu nú döðlur, avókadó, hrá kakóið, kókósmjólkina og sjávarsaltið í blandarann.
Látið blandast vel saman eða þar til þetta er orðið mjúkt. Gott er að skafa niður hráefnið sem sullast upp á könnu blandarans og halda svo áfram að láta blandast.
Taka skal fram að blandarinn þarf að hafa mikinn hraða til að þetta fari að líta út eins og búðingur.
Þegar þú ert ánægð með blönduna þá skaltu skipta henni jafnt í 3 krukkur og skilja eftir pláss fyrir rjómann. Sem sagt ekki fylla krukkurnar alveg.
Settu lok á krukkur og skelltu þeim í ísskápinn í a.m.k 30 mínútur.
Þeyttu saman köldum kókósrjóma og maple sýrópinu með handþeytara. Þetta á að verða eins og handþeyttur rjómi í endann.
Og þegar þú ert ánægð með kókósrjómann þá skaltu taka krukkur úr ísskápnum og skella rjómanum ofan á búðinginn.
Ath: þeim mun lengur sem búðingur er í ísskáp þeim mun þykkari verður hann, oft er gott að láta hann standa í ísskáp yfir nótt.