Ef þér finnst hrákökur góðar þá gætu þessar dúllur komið skemmtilega á óvart! Þær eru dálítið óhefðbundnar að því leyti að oft er hneturíkur botn og kremkennd fylling í hrákökum en hér er safarík kaka toppuð með möndlu- og kókoskremi. Þetta er óneitanlega gulrótarkenndara bakkelsi en þessar hefðbundnu gulrótarkökur sem fást í öðru hverju bakaríi, svo ekki gera þér væntingar um að þetta verði bráðholl útgáfa með sama bragði og áferð. Þetta er mjög ólíkt en alveg ótrúlega miklu betra!
Ef þér finnst hrákökur góðar þá gætu þessar dúllur komið skemmtilega á óvart! Þær eru dálítið óhefðbundnar að því leyti að oft er hneturíkur botn og kremkennd fylling í hrákökum en hér er safarík kaka toppuð með möndlu- og kókoskremi. Þetta er óneitanlega gulrótarkenndara bakkelsi en þessar hefðbundnu gulrótarkökur sem fást í öðru hverju bakaríi, svo ekki gera þér væntingar um að þetta verði bráðholl útgáfa með sama bragði og áferð. Þetta er mjög ólíkt en alveg ótrúlega miklu betra!
Þetta eru sko hrákökur sem bera nafn með rentu, safaríkar og brakandi ferskar. Einstaklega ljúffengar og öðruvís og það skemmir ekki fyrir hvað hráefnin eru einföld og matreiðslan auðveld. Þetta er svo sannarlega sumarlegt snarl sem færir þér ríkulega næringu í hverjum bita.
- Undirbúningur : 30 mínútur
- Eldunartími : 00 mínútur
- Stjörnugjöf 5 stjörnur - eftir 1atkvæði
- Afrakstur : 20-30 kökur
Leiðbeiningar
- Gott er að láta möndlurnar liggja í bleyti yfir nótt til að mýkja þær fyrir kremgerðina en það er ekki nauðsynlegt.
- Rífðu gulræturnar eða saxaðu þær smátt í matvinnsluvél – settu þær svo til hliðar.
- Grófsaxaðu hneturnar með hnífi eða í matvinnsluvél.
- Maukaðu döðlurnar og hrærðu svo öllu saman með kryddunum.
- Mótaðu deigið í litlar skífur og geymdu þær í ísskáp.
- Kremið er svo gert með því að blanda öllum hráefnunum saman í matvinnsluvél og því loks smurt ofan á kökurnar.
Mér finnst gott að hafa kremið dálítið kornótt en þú getur stjórnað áferðinni með því að láta matvinnsluvélina ganga skemur eða lengur. Þetta er auðvitað smekksatriði og um að gera að prófa ýmsar útgáfur.
Uppskrift fengin af hugmyndiradhollustu.is