Brownies án glútens
75 g smjör eða smjörlíki
1 1/2 dl púðursykur
1 dl hrásykur
1 egg
100 g valhnetur
2 msk kakó
1 tsk vanillusykur
1 1/2 dl FINAX mjölmix (90 g)
1 tsk lyftiduft
Aðferð
Stillið ofninn á 200º. smyrjið eldfast mót sem ca 15x20cm
Bræðið smjörið , þeytið saman smjör, egg, hrásykur og púðursykur.
Skerið hneturnar gróft og blandið saman við deigið ásamt restinni af innihaldinu .
Setjið deigið í mótið og bakið í miðjum ofninum í 15 mínútur
Skerið kökuna í ferninga á meðan hún er ennþá heit.