Alveg brjálæðislega góðar hrá vegan gulrótabollakökur.
Alveg brjálæðislega góðar hrá vegan gulrótabollakökur.
Og það sem toppar þær, er besta kasjúhnetukrem sem sögur fara af.
Bollakökur:
4 bollar af rifnum gulrótum
1 bolli af valhnetum
1 bolli af döðlum sem legið hafa í bleyti
1 bolli af rúsínum
½ bolli af rifinni kókóshnetu
2 msk af maple sýrópi
1 tsk af kanil
1 tsk af negul
Klípa af salti
Kasjú kremið:
2 bollar af kasjúhnetum sem legið hafa í vatni yfir nótt
2 msk af maple sýrópi
1 msk af kókósolíu
1 tsk af vanillu
Smá kreist af sítrónusafa
Klípa af salti
Leiðbeiningar:
- Byrjaðu á því að hreinsa allar gulræturnar
- Notaðu matarvinnsluvél eða blandara til að blanda saman valhnetum, döðlum og sýrópinu
- Bættu gulrótum, kókósflögum, kanil, negul og salti og hrærðu saman við með skeið.
- Núna skaltu skipta þessu jafnt í bollakökuformin
- Blandaðu öllu hráefninu fyrir kremið saman í blandara og láttu þeytast vel saman
- Það er svo þitt að velja hvernig þú skreytir kökurnar með kreminu
- Frystu í 1 til 2 klukkutíma áður en borið er fram
Einfalt ekki satt? Skelltu í uppskrift og segðu okkur frá því hvernig bragðaðist.
Mundu eftir okkur á Instagram #heilsutorg #uppskriftir