Það er svo yndislegt að finna góðar og hollar nammiuppskriftir og að sjálfsögðu dreifum við fagnaðarerindinu.
Það má búa sér til gotterí sem gefur um leið næringu og mettun.
Hráefni:
1/2 bolli Kókosolía
1/2 bolli kakó
1/3-1/2 bolli hunang
Smakkað til með stevíudropum, ég notaði piparmyntubragð í þetta sinn
1 bolli af hnetum, gott að nota bland í poka = pekan / pistasíu / kasjúhnetur
Blanda vel saman við mjög vægan hita og bæta svo við hnetum. Svo er bara að smakka þetta til.
Sett í form og kælt.
Uppskrift fengin frá fitubrennsla.is sjá HÉR.