4 dl KORNAX heilhveiti
1 msk sykur
1/2 tsk salt
1 tsk lyftiduft
2 egg Nesbú
1 1/2 tsk vanilludropar
60 gr smjörlíki (smjör)
Mjólk eftir þörfum c.a. 1 ltr.
smjör brætt í potti, egg og sykur pískað létt saman.
Þurrefnum blandað saman við pískað létt, mjólkinni er hellt út í smátt og smátt (kekkjalaust) að lokum er bræddu smjörlíki (smjöri) blandað saman við.
Steikið á pönnukökupönnu með ást alla leið.
Þessar pönnsur eru sjúklega góðar.