Á ekki að skella í eina snöggvast bara ?
/ 200 g möndlumjöl / 3 msk kókoshveiti / 3/4 tsk matarsódi / 1 tsk vínsteinslyftiduft / 2 tsk kanill / 1 tsk engifer / 1/2 tsk múskat / smá salt / 3 egg / 1/2 bolli (110 g) kókosolía (fljótandi) /1/2 bolli (140 g) hlynsíróp / 4 tsk vanilla extract / 100 g rifnar gulrætur.
Stillið ofninn á 175 gr.
Smyrjið 23 cm form að innan og setið bökunarpappír í botninn.
Blandið þurrefnunum saman og geymið í skál.
Blandið saman eggjum, kókosolíu, hlynsírópi og vanillu í hrærivél.
Hellið síðan þurrefnunum út í og bætið rifnu gulrótunum varlega út í.
Bakið í ca. 20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn úr ef þið stingið í miðju kökunnar.
Látið kólna alveg áður en þið setjið kremið á.
Krem: / 150 g rjómaostur / 50 g ósaltað smjör (við stofuhita) / 100 g sukrin melis eða flórsykur / 1 tsk vanillusykur (helst heimagerður) eða 1/2 tsk vanillu extract / 1 tsk sítrónusafi.
- Setjið allt í hrærivél og hrærið vel saman. Ef ykkur finnst kremið of þykkt er hægt að bæta einni teskeið af mjólk út í.
Njótið~