Uppskrift (ca. 20 kökur):
Ofn hitaður í 180 gráður við undir- og yfirhita. Smjör, púðursykri og sykri er hrært saman. Því næst er eggjunum bætt út í, einu í senn. Þá er þurrefnunum bætt út í og hrært þar til allt hefur blandast vel saman. Að lokum er karamellukurlinu bætt út í.
Kúlur á stærð við litlar plómur eru mótaðar með höndunum og raðað á ofnplötu (passað að gefa þeim pláss til að fletjast út). Bakað í ofni við 180 gráður í um það bil 10 mínútur.