Ég er nú ekkert að missa mig í kökubaksturstilraunum en þar sem að litla dýrið mitt var farið að sýna viðbrögð við kakói (rauð útbrot í kringum munninn) þá fannst mér tilvalið að reyna að breyta smá skúffukökuuppskriftinni minni.
Innihaldsefni:
Aðferð:
Byrja á því að hræra saman allt þetta blauta og brætt smjörlíki. Bæti þvínæst útí þurrefnum. Hræra vel í hrærivélinni eða þar til allt er vel blandað saman. Bláberjum bætt útí síðast og bara hrært útí með sleif.
Svo er bara að skella í form og inn í heitan ofn (á 180-200° blæstri fer svolítið eftir ofni) og baka í svona circa 20-30 mín. Mæli með því að stinga í kökurnar áður en þær eru teknar út því ég er svolítið að lenda í því að þær séu ekki nógu bakaðar hjá mér.
Kæla svo í glugganum í smá stund eða eins lengi og þolinmæðin leyfir!
Volia, gúmmelaði girnilegar kókósmöffins með aðalbláberjum.
Þessi uppskrift er: Eggjalaus, Glútenlaus, Hnetulaus og Hveitilaus, Mjólkurlaus, Sesamlaus og Sojalaus.
Uppskrift frá: palinurnar.wordpress.com