Hráefni:
6 – 8 bananar
1 msk af raw kakódufti
1 ½ bolli af macadamian hnetum
½ bolli af döðlum – steinlausum
¼ bolli af rifinni kókóshnetu
Leiðbeiningar:
Settu bananana í blandarann og láttu hrærast þar til þeir eru orðnir að þunnu mauki.
Bættu núna hinu hráefninu saman við og láttu blandast afar vel á góðum hraða.
Helltu blöndunni í form að eigin vali, geta verið mörg lítil eða eitt stórt.
Frystið þar til ísinn er frosinn í gegn.
Njótið~