Kakónibbur eru einfaldlega hrátt súkkulaði. Kakónibburnar eru kakóbaunir sem hafa verið ristaðar og aðskildar frá kakóbaunahýðinu. Þær eru m.a. stútfullar af andoxunarefnum og einnig innihalda þær ríkulegt magn af magnesíum sem er líkamanum nauðsynlegt t.d. fyrir starfsemi taugakerfisins og eins fyrir beinheilsu okkar.
Innihald
1 ½ bolli möndlumjöl
2 ½ msk fljótandi kókosolía
¼ bolli kakónibbur
2 msk Maple sýróp
1 tsk vanilludropar
¼ tsk sjávarsalt
¼ tsk vínsteinslyftiduft
Aðferð
Allt hrært vel saman í hrærivél.
Sett á bökunarplötu með skeið.
Bakað við 170°C í 13-15 mín þar til gullnar að lit.
Smákökurnar eru þá frekar mjúkar en harðna aðeins þegar hafa kólnað.
Geymast í loftþéttu ílátí í kæli í 2-3 daga.
Njóttu!