Kaka þessi er í raun þriggja laga. Botninn er úr pekanhnetum, möndlum og döðlum. Þá kemur fyllingin sem minnir um margt á ostaköku. Loks er þetta svo toppað með döðlukaramellu, pistasíuhnetum og ögn af dökku súkkulaði.
Bragðið svíkur engan og útlit kökunnar ekki heldur!
Þessa bara veeeeerðið þið að prófa!
1) Vinnið döðlur, möndlur og pekanhnetur vel saman. Þrýstið jafnt niður með hreinum fingrum í hringlaga form eða mót. Setjið í frysti.
2) Setjið allt sem á að fara í fyllinguna NEMA KAKÓ saman í matvinnsluvél og vinnið vel saman. Áferðin á að vera silkimjúk.
3) Skiptið fyllingunni í tvær skálar. Hrærið kakóinu saman við fyllinguna í annarri skálinni. Skiptið svo fyllingunum yfir til skiptis svo það komi fram skemmtileg litaskipting. Brjótið nokkrar pistasíuhnetur og ýtið laust ofan í fyllinguna. Frystið í 6-8 klst.
4) Þegar fyllingin er orðin vel frosin er best að losa kökuna úr forminu og færa hana á disk eða platta.
5) Vinnið allt sem á að fara í döðlukaramelluna GRÓFT saman en ekki í algjöra sósu.... þið viljið halda smá döðlubitum eftir. Skiptið jafnt yfir kökuna.
6) Bræðið 70 % súkkulaði yfir vatnsbaði og dreypið pent yfir
7) Geymið í frysti og takið út áður en hún er borin fram
Eitt orð: NAMM
Annað orð: AMEN
Takk fyrir!