Það er svo gaman að bera þetta fram – fallegt bæði að innan sem utan. Og ekki skemmir fyrir hversu ótrúlega gott þetta er. Ég held við þurfum öll að trappa okkur niður eftir súkkulaðiát hátíðarinnar svo að þetta er alveg málið í það, eiga þetta inn í ísskáp og læða sér í einn mola svona eftir kvöldmatinn er alveg það sem mann vantar.
250 gr Lady fingers
250 gr blanda af hnetum (notið ykkar uppáhalds)
300 gr mjólkursúkkulaði eða blanda af dökku súkkulaði og mjólkur
100 gr smjör
140 gr síróp
Þið þurfið 20 cm frekantað form aðeins djúpt. Smyrjið það og setjið bökunarpappír ofan í.
Take lady fingers og hneturnar og skerið í grófa bita og blandið öllu saman í skál. Setjið í pott súkkulaðið, smjörið og sírópið og blandið vel saman þangað til að það er allt bráðið saman, passið bara upp á að hafa vægann hita á þessu. Hellið súkkulaðiblöndunni yfir hnetumixið og blandið vel saman. Hellið þessu ofan í formið og jafnið vel út. Setjið í ísskápinn og kælið vel áður en þið skerið þetta niður í litla bita og berið fram. Það þarf allavega að kæla þetta í sólarhring.
Smelltu á þennan borða til að sjá meira frá Lólý
Mundu eftir okkur á Facebook og Instagram