Súkkulaðihjörtu
Það góða við þessa uppskrift er að það tekur nánast enga stund að útbúa dýrðina.
Innihald
2 msk hnetu eða möndlusmjör
3 msk kókosolía (fljótandi - sjá hér að neðan aðferð til að lina upp olíuna)
1 msk agavesýróp
8 saxaðar hnetur (t.d. möndlur, kashew, pistasíur)
2 ½ msk kakóduft
Aðferð
Allt hrært vel saman.
Ath. ef kókosolían er hörð þá er hægt að setja 3 msk í glas og setja svo glasið ofan í skál með heitu vatni - þá tekur enga stund að lina upp olíuna.
Sett í t.d. hjartalaga sílikonform.
Gojiberjum og smátt skornum hnetum dreift yfir.
Sett í frysti í a.m.k. eina klukkustund.