Við erum að tala um að þegar fjölskyldan fór til Svíþjóðar fyrir tveimur árum bakaði ég 10-falda uppskrift af þessum kökum. Já ég er ekki að grínast… þið haldið væntanlega núna að ég sé alveg gúgúgaga en fyrir vikið við áttum alltaf til fullkomið nesti, hvort sem það var á flugvellinum, í Gröna Lund eða bara með morgunkaffinu. Síðan þá (og einnig fyrir þann tíma) hafa þessar kökur verið bakaðar fyrir hin ýmsu tilefni og mjög oft þegar þarf að redda nesti á núll -einni. Því fyrir utan að vera þræl góðar þá eru þær alveg þrusu fljótlegar líka. Þessar kökur eru því tilvaldar í nesti í sumar hvort sem það er í millilandaflug eða í lautarferð.
1 dl kókosolía (brædd)
1 dl kókospálmasykur (má líka hafa 50/50 Kókospálmasykur og Stevíu strásætu)
1 egg
1 tsk vínsteinslyftiduft
2 dl möndlumjöl
1 dl kókosmjöl
1/2 tsk salt
50 g dökkt súkkulaði, saxað
1/2 dl sólblómafræ
Eins og sést á hráefnislistanum eru þessar ljúfu smákökur bæði mjólkur- og glúteinlausar.
Verði ykkur að góðu.