Salatið:
1 haus blómkál
½ bolli niðursneidd jarðaber
1/3 bolli mulinn mjúkur geitostur ( fæst í Fjarðakaupum, meirháttar)
nokkur mintublöð skorin í ræmur
1 askja Próteinblanda frá Ecospíru (blandaðar spíraðar baunir, ertur og linsur)
Jarðaberjadressing:
6 stór fersk jarðaber
¼ bolli olívuolía
1 ½ msk balsamic edik
2 tsk döðlusýróp ( eða meira eftir smekk)
Allt í dressinguna sett í blandara og þeytt vel saman.
Aðferð:
Blómkálshausinn er skorinn í bita og settur í blandara og tættur niður í stutta stund, alls ekki of lengi.
Setjið í skál með próteinblöndunni og blandið létt saman.
Myljið geitaostin ofaná og dreifið yfir jarðaberjum, minturæmunum og radísuspírunum.
Hellið dressingunni yfir að hluta og setjið hluta í könnu og berið fram með salatinu.
Heiðurinn af myndinni á Áslaug Snorradóttir
Sendi okkur myndir á Instagram #heilsutorg