Súpa fyrir 4
500 g skötuselur
1 msk kókosolía
2 tsk karrí mauk (curry paste) eða góð karríblanda
250 g niðurskorið grænmeti, blómkál, púrrulaukur, rauð paprika
400 ml kókosmjólk
600 ml mysa eða vatn
1 msk grænmetiskraftur, laus við msg og ger
smá himalayasalt
2 stk kaffir límónulauf
1 stöngull sítrónugras
5 cm biti ferskur engifer
2 stk hvítlauksrif
ferskur kóríander til að klippa yfir
Setjið kókosolíu í pott og bætið karríinu út í, hrærið í smá stund og bætið þá grænmetinu við, blandið saman og hrærið í 1 mín. Hellið kókosmjólk og mysu/vatni út í ásamt grænmetiskraftinum og kryddinu. Látið sjóða í um 15 mín. Smakkið til með salti. Skerið skötuselinn í hæfilega munnbita og bætið honum út í og látið hann sjóða í 2–3 mín. Klippið smávegis ferskan kóríander yfir.