Þessi súpa er svo góð og auðveld að hana geta allir gert. Tekur ekki langann tíma og mjög ódýr.
Hráefni
4 meðalstórir laukar í sneiðum
2 greinar Garðablóðberg
1 rif hvítlaukur
1 msk sæt soyasósa
1 tsk tómatpúra
2 msk ólífuolía
1 L kjúklingasoð (vatn og kjúklinga teningar)
salt og ný mulin pipar
8 brauðsneiðar
rifinn ostur, Mozzarella
2 msk parmaostur.
Aðferð
Látið laukinn og hvítlaukinn krauma í olíunni þar til hann er meyr, bætið garðablóðbergi, tómatpure og sojasósunni. Hellið soðinu út á og látið suðuna koma upp smakkið til með salti og pipar.
Setjið ostinn á brauðið. Bakið í ofni þar til osturinn hefur bráðnað. Setjið eina brauðsneið á hvorn disk.