1 kg blaðlaukur
ólífuolía
maldon salt
smá kjúklingakraftur
pipar
400 g kjúklingabaunir í dós
120 g parmesanostur, rifinn
vatn
Hreinsið blaðlauk, skerið í þunnar sneiðar og skolið í köldu vatni. Hitið ólífuolíu í víðum potti við meðalhita. Setjið blaðlauk í pottinn, lok yfir og eldið í um 15 mín. Hrærið af og til í pottinum. Bætið kjúklingabaunum út í þegar blaðlaukurinn er eldaður og vatni sem rétt nær að hylja baunirnar og laukinn. Kryddið með salti og krafti og sjóðið í 15 mín. Setjið þrjár ausur af súpu í matvinnsluvél og maukið vel. Setjið aftur í súpupottinn og kryddið vel með pipar. Blandið parmesanosti saman við og smakkið til. Eldið við hægan hita í 5 mín. til viðbótar og berið súpuna fram með ólífuolíu.