Kjúklingasúpa með kókosmjólk.
2 stk kjúklingabringur
150–200 g soðið bankabygg
1 stk meðalstór laukur
3 stk hvítlauksrif
20 g ferskur engifer
½ stk rauður chili
2 stönglar sítrónugras
1 stk grænt epli
2 tsk karrí
2 dl kókosmjólk
4 dl kjúklingasoð (1 tsk kraftur og 4 dl vatn)
olía, salt og nýmalaður svartur pipar
Laukur, hvítlaukur, engifer, chili, eplið og sítrónugrasið er skorið fínt, hitið olíu, steikið allt í nokkrar mín., setjið karríið út á og steikið í 2–3 mín. Hellið kókosmjólkinni út á og látið sjóða smástund, bætið kjúklingasoðinu út í, lækkið hitann, kryddið með salti og nýmöluðum svörtum pipar og látið malla í 30 mín. Skerið kjúklinginn í strimla og bætið í súpuna og látið malla í 15 mín. Súpan er sett í djúpan disk, látið soðið bankabygg yfir, blandið létt saman með skeið og berið fram með góðu grófu brauði.