Kókóssúpa með blómkáli- girnileg ekki satt?
Þessi uppskrift er fyrir 10 manns.
Hráefni:
2 400 ml dósir kókosmjólk
2 400 ml dósir niðursoðnir tómatar
100 g engifer rifið eða fínt saxað
2 stk. hvítlaukar (heilir)
3 stk. laukar skornir í sneiðar
1 stk. blómkálshaus, meðalstór, skorinn í 2 cm bita
3 l vatn
1 stk. chilipipar eða -duft (má sleppa)
söxuð fersk steinselja eða þurrkuð
tímían
lárviðarlauf
túrmerik
kúmín (má sleppa)
olía
salt
pipar
Leiðbeiningar:
Hvítlaukarnir eru gylltir í potti þar til þeir eru orðnir mjúkir. Gott er að skera þá heila í tvennt og láta sárið snúa niður í pottinn, hella smáolíu og brúna þá rólega. Síðan eru þeir kreistir úr hýðinu og settir til hliðar.
Laukur er svitaður og engifer, chili, tímían, túrmerik, kúmín og lárviðarlauf sett út í. Tómatar eru maukaðir og settir í ásamt kókosmjólk, vatni og hvítlauk og allt soðið í u.þ.b. 30 mínútur. Loks er súpan smökkuð til með salti og pipar, blómkálið sett út í og súpan soðin í 4-5 mínútur til viðbótar.
Það má setja linsubaunir og bæta jafnvel kjúklingi eða fiski í súpuna til að gera hana matarmeiri. Ef kjúklingur er notaður er hann skorinn í 2-3 cm bita og brúnaður með kryddinu. Fiskur er settur út í síðast því passa þarf að sjóða hann ekki of lengi.
Þessi uppskrift er fengin af vef tm.is