Hvað gera bændur þegar elda á súpu og það er ekki hægt að nota lauk, turmeric, karrý, tómata né kraft? Ja þá setur húsfrúin sig í improv stellinguna og byrjar að prófa sig áfram. Ég fann alveg agalega fína uppskrift af sjávarréttakássu hérna, en að sjálfsögðu þurfti að fiffa hitt og þetta til… mín útgáfa er svona:
Innihaldsefni:
2 msk olífuolía
1 gul paprika
1 rauð paprika
2 þumlar ferskt engifer
5 hvítlauksrif
2 msk ferskt kóríander (ég kaupi það fersk og sker svo búntið niður í þrjá búta og frysti, þá endis þetta og endist)
1/2 blaðlaukur
1 msk papriku paste (fæst í fjarðakaup, sjá gula krukku á mynd hér fyrir neðan)
1 msk fiskisósa
2 msk salt
1 msk pipar
safi úr hálfri sítrónu
4 gulrætur
2-3 msk fiskikrydd frá pottagöldrum
1 lárviðarlauf
1 líter af vatni
1 dós af kókósmjólk
1 þorskflak
200 gr rækjur
200 gr hörpudiskur
Aðferð:
Og þá er það aðferðin.. ég byrjaði á því að brytja niður laukinn og setja hvítlauk/engifer/kóríander í matvinnsluvélina og mixa í drasl. Því næst setti ég olíu í stóran pott og skellti hvítlauksmixinu útí. Blaðlaukurinn fylgdi fljótlega. Þetta á að létt svissa (sauté) þar til laukurinn er orðin mjúkur (passa að brenna ekkert).
Á meðan þetta var að malla þá maukaði ég paprikurnar í matvinnsluvélinni, skellti þeim svo útí pottinn ásamt papriku paste-inu og gulrótunum. Þetta er svo látið malla í smá stund.
Á þessu stigi máls er öllu kryddi skellt útí pottinn, salti/pipar/fiskikryddi/fiskisósu/lárviðarlaufi. Látið malla í svona 1-2 mín og þá er vatni og kókósmjólk hellt saman við.
Þegar vökvinn er komin útí þá er suðan látinn koma upp. Eftir að suðan er komin upp þá er súpan látinn malla á lágum hita í 30 mín (reyndar er svakalega gott að láta hana malla lengur, jafnvel alveg í 1-2 klst). Sjávarfangi er svo bætt útí og látið malla í 10-15 eða þar til það er eldað.
Og niðurstaðan er delicious … almost to die for en það er önnur saga!
Þessi uppskrift er: Eggjalaus, Glútenlaus, Hnetulaus og Hveitilaus. Kjöt og fiskur, Mjólkurlaus,Sesamlaus og Sojalaus.
Uppskrift frá: palinurnar.wordpress.com