Ég ætla ekkert að hafa fleiri orð um þetta, nema bara hvetja ykkur til að prófa, þessi er allavega á uppáhaldslistanum á mínu heimili!
Aðferð: Hitið ofn í 180 gráður með blæstri, annars 200 gráður. Rífið kjúklingakjötið af beinunum og skerið það frekar smátt. Setjið kókosmjólkina, sweet chilli sósu og kjúklingatening í pott og hitið þar til suðan kemur upp. Leyfið að malla við hægan hita í 1-2 mínútur. Slökkvið undir og setjið til hliðar. Hrærið saman rjómaostinum og sýrða rjómanum (líka gott að skipta rjómaostinum út fyrir Kotasælu). Takið tortillaköku, smyrjið ca. 2 msk af rjómaostablöndunni á kökuna, dreifið 2-3 msk af kjúkling yfir, smá vorlauk og kóríander. Setjið um 1 msk af rifnum osti yfir og smá sweet chilli sósu.
Rúllið tortillakökunni upp og endurtakið þar til kjúklingurinn og heilhveititortillurnar eru búnar.
Skiljið smá vorlauk og kóríander eftir til að strá yfir þegar rétturinn er tilbúinn. Leggið rúllurnar í eldfast mót og hellið þá sweet chilli kókosmjólkinni úr pottinum yfir.
Stráið rifnum osti yfir og bakið í 15 mínútur.
Dreifið kóríander, vorlauk, avocado teningum og smá sweet chilli sósu yfir og berið fram.
Uppskrift af vef eldhusperlur.com