Það gæti ekki verið auðveldara að gera þennan ís, bragðgóður og tekur enga stund að galdra hann fram handa fjölskyldunni. Ekki skemmir fyrir að hann er mein hollur og þú getur fengið þér hann samviskulaust.
Gómsætt handa allri fjölskyldunni
Það gæti ekki verið auðveldara að gera þennan ís.
Hann er bragðgóður og tekur enga stund að galdra hann fram handa fjölskyldunni.
Ekki skemmir fyrir að hann er mein hollur og þú getur fengið þér hann samviskulaust.
Eins er hægt að útfæra hann með öðrum frosnum ávöxtum.
Þessi uppskrift inniheldur aðeins tvennt:
- Frosna ananas bita (miðað við heilan ananas)
- 1 bolla af möndlumjólk eða kókósmjólk
Aðferð:
Setur frosna ananas bita í matvinnsluvél eða góðan blandara, mjólkina út í. Lætur þetta blandast vel þar til að ananasinn er tættur og íslegur! Munið að skafa öðru hvoru út við hliðarnar svo að þetta maukist vel saman. Tilbúið í skálar eða glös. Ef þú vilt hafa þetta aðeins fínna, settu þá blönduna í poka og klipptu eitt hornið og leiktu þér með þetta aðeins ofan í skálina.
Höfundur og myndir:Danette May
Tengt efni: