Þessi er nú bara eins og svalandi kokteill. Ef þú hallar aftur augunum og tekur sopa þá getur þú ímyndað þér hvíta strönd og sjávarnið.
Svalandi og fullur af næringu
Þessi er nú bara eins og svalandi kokteill. Ef þú hallar aftur augunum og tekur sopa þá getur þú ímyndað þér hvíta strönd og sjávarnið.
Uppskriftin er fyrir einn stóran eða 2 litla.
Hráefni:
1 bolli af hreinum jógúrt
1 bolli af frosnum eða ferskum ananas – mælt er með að nota ferskann
½ bolli af frosnum eða ferskum mangó bitum – mælt er með að nota ferska
2-3 handfyllir af ferskum spínat
1 msk af Chia fræjum (má sleppa)
Setjið allt hráefnið í blandarann á mikinn hraða og látið blandast vel saman.
Njótið~