Hráefni:
1 búnt vorlaukur, skorin smátt
½ gúrka, skorin smátt
1 hvítlauksrif, skorið smátt.
½ rauður chili, hreinsaður og skorinn smátt
20 kóríanderlauf, skorin fínlega
3 tsk brún eða gul sinepskorn
1 tsk hrásykur, má sleppa
1 stk lime, safinn
Vorlaukur, gúrka, hvítlaukur, chili, kóríander sett í skál og hrært saman. Sinepskornum og sykri bætt saman við og safanum úr lime.
Sett í krukku og geymt í ísskáp í allt að viku.
Relish fer vel með lambakjöti og er frábær útá salat og grænmetispottrétti.
Uppskrift fengin af Food & Good