Nú þegar ég hef loks tíma til að setjast niður fannst mér tilvalið að líta aðeins til baka og deila með ykkur 10 vinsælustu greinunum og uppskriftum ársins 2017! Enda hef ég þetta sem árlegan lið og því ekki seinna vænna en að deila því núna.
2017 var ævintýralegt ár hjá mér, ég fór í heimsreisu sem setti svip á árið og kom heim full innblásturs í nýjum spennandi réttum.
En hér eru vinsælustu greinar og uppskriftir ársins 2017! Þetta er tilvalið tækifæri til að rifja upp girnilegar uppskriftir eða sjá eitthvað sem þú gætir hafa misst af.
Það kemur lítið á óvart hvað er númer 1! Enda kókosjógúrtið ein vinsælasta uppskrift sem ég hef nokkru sinni gert. Ef þú hefur ekki prófað hana mæli ég svo sannarlega með því.
Einföld ráð sem losa þig við hvimleiðar bólgur og bjúg.
Gríska gyðjan - uppskrift sem ég fékk innblástur af á ferðalögum mínum í Grikklandi í sumar.
Vítamín og bætiefni einfölduð fyrir konur yfir fertugt. Einnig má sjá hér hinn hlutann.
Þessi er í miklu uppáhaldi hjá mér! Algjörlega ómóstæðilegur súkkulaðisjeik sem enginn trúir að sé sykurlaus.
Möndlurnar sem ég borðaði algjörlega yfir mig af yfir jólin! En þær eru einnig tilvaldar sem snarl á laugardagskvöldum eða yfir páskana sem nálgast nú heldur betur!
Öll elskum við hluti sem einfalda okkur lífið og matseldina. Í þessari grein gaf ég góð ráð til að gera fljótlegan morgunverð sem hægt er að grípa á ferð.
Algjör lúxusmorgunmatur sem er jafnframt einfaldur. Mæli með að prófa og gera jafnvel tvöfalda uppskrift til að eiga daginn eftir!
Yesmine vinkona mín svaraði nokkrum spurningum og deildi bragðgóðri indverskri uppskrift.
Hindberjaskálin er jafn bragðgóð og hún er falleg!
Vonandi veitti þetta þér innblástur fyrir vikuna!
Heilsa og hamingja,