Það eru aðeins tvö hráefni í bananamjólk og er afar einfalt að hræra í hana heima. Allt sem þarf eru bananar, vatn og blandari.
Þegar kemur að drykk sem inniheldur ekkert af mjólkurafurðum þá eru ansi oft hnetur í þeim, eins og hinni afar vinsælu möndlumjólk og mjólk sem unnin er úr kasjú hnetum.
Hvað á þá sá sem er með hnetuofnæmi að gera?
Ok, það eru þá kókósmjólk, hörfræmjólk eða haframjólk. Og auðvitað sojamjólkin.
Bananamjólkin er enn einn afar góður kostur sem nota má á morgunkornið, í hafragrautinn eða skella beint í glas og drekka.
Hún er ódýr og fljótleg að gera.
Bananamjólkin er einnig stútfull af kalíum og öðrum afar góðum næringarefnum.
Skerðu banana niður í bita og frystu þá áður en þú notar þá.
Notaðu kraftmikinn blandara.
Ef þú átt ekki frosna banana, notaðu þá ½ bolla af vatni og ½ bolla af ísmolum.
Bananamjólk geymist ekki, hún skilur sig mjög fljótlega eftir að hún hefur verið búin til. Ekki hræra í bananamjólk nema rétt áður en þú ætlar að nota hana.
Gott er að nota þroskaða banana fyrir sæta bragðið.
Einnig má nota Hlynsýróp, kanil, hörfræ, vanillu extract eða 1-2 döðlur saman við.
Mjög einfalt að margfalda þessa uppskrift ef fleiri á heimilinu vilja bananamjólk á sinn morgunverð eða ef þú ætlar að nota hana til að baka amerískar pönnukökur eða þykkar vöfflur.