Ani heldur reglulega hráfæði- og hreinsunar námskeið þar sem hún kennir fólki að búa til heilsusamlegan mat fyrir heimilið eða fyrirtækið, en hún leiðbeinir einnig fólki hvernig það á að stofna sitt eigið fyrirtæki í heilsu og lífstílsgeiranum. Ani, sem er sprenglærð í heilsu og viðskiptum, vinnur nú með Hvíta Húsinu að verkefnum tengdum heilsu, er sendiherra fyrir kvennaskrifstofur heilbrigðisstofnun Bandaríkjana þar sem hennar hlutverk er að hvetja konur að setja heilsu sína í forgang. Einnig vinnur hún með borgarstjórn Los Angeles sem nefndaraðili að koma á fræðslu í borginni um mikilvægi þess að borða hollt og hugsa vel um heilsuna. Þessi kjarnakona heldur nú námskeið í fyrsta sinn á Íslandi.
17. ágúst – FERSKAR OG BRAGÐGÓÐAR UPPSKRIFTIR - Ani kennir og deilir með nemendum uppáhalds uppskriftunum sínum sem eru hreinar, næringarríkar og hollar, vegan, raw og bragðgóðar!
19. ágúst - SAMVISKULAUS SÆTINDI – þar kennir Ani hvernig við getum töfrað fram alls kyns sætindi sem slá á sykurlöngun og eru raunverulega holl!
20. ágúst – MEXÍKÓSK HRÁFÆÐIVEISLA - Ani og Kate Magic taka höndum saman og bjóða upp á allsherjar margra rétta hráfæðisveislu og fjör. Tilvalið sem stefnumót, fyrir allt heilsuáhugafólk, sauma- og matarklúbba.