Nú styttist í aðventuna og þá er hefð fyrir smákökubakstri á mörgum heimilum. Okkur finnst voða huggulegt að baka eins og eina eða tvær sortir í desember, aðallega til að fá notarlegan ilm í húsið. Börnunum finnst líka alltaf gaman að taka þátt og þetta geta verið ánægjulegar samverustundir, inni í hlýjunni.
Nú styttist í aðventuna og þá er hefð fyrir smákökubakstri á mörgum heimilum.
Okkur finnst voða huggulegt að baka eins og eina eða tvær sortir í desember, aðallega til að fá notarlegan ilm í húsið. Börnunum finnst líka alltaf gaman að taka þátt og þetta geta verið ánægjulegar samverustundir, inni í hlýjunni.
Þessar smákökur sem við bökuðum um helgina höfða sérlega vel til þeirra sem hrífast af hnetusmjöri.
Þær eru Vegan og í lagi fyrir þá sem eru með glútenóþol.
...og það er alveg óhætt að smakka deigið, enda engin hrá egg. (Sumum fannst deigið næstum betra en kökurnar!)
Uppskriftin
3 dl hnetusmjör (hreint, án viðbætts sykurs)
1 dl saxað dökkt lífrænt súkkulaði (má sleppa)
1 dl saxaðar salthnetur
1 dl kókospálmasykur
3 msk kókoshveiti
2 msk eplamauk
1 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk vanilluduft
nokkur sjávarsaltkorn
Aðferð
- Allt sett í hrærivél og hrært saman þar til þetta verður að deigi.
- Búið til litlar kúlur sem þið pressið niður með gaffli.
- Bakið í um 10 mín við 180°C.
- Athugið að kökurnar þurfa að kólna alveg áður en teknar upp því þær eru frekar linar þegar þær koma út úr ofninum.
Uppskrift af vef maedgurnar.is