Frábært meðlæti eða bera þá fram með karrý og mangó chutney.
Uppskrift ætti að gefa um 10-12 klatta.
3 stórar sætar kartöflur
3 bollar af vatni
2 msk af glútenlausu hveiti
1 grænt chilli – langt og saxa það fínt
¼ tsk af turmeric dufti
¼ tsk af Garam masala
½ tsk af Chaat masala
¼ bolli af gulum lauk – saxaður
¼ bolli af kóríander – nota blöðin og saxa þau niður
¼ bolli af canola olíu – eða þinni uppáhalds
Sjóðir kartöflur þar til þær eru mjúkar í gegn. Afhýðið og notið kartöflustappara til að stappa þær vel í stórri skál.
Blandið nú saman rest af hráefnum NEMA olíunni, setjið saman við stöppuðu kartöflurnar.
Takið bolla og mælið, ¼ bolli er einn klatti. Mótið í flatan hring.
Hitið járnpönnu (skillet) yfir meðal hita þar til hún er orðin heit.
Notið um 1 msk af olíu á pönnu.
Setjið 4 klatta á pönnuna. Eldið báðumegin þar til klattar eru orðnir gullbrúnir. Þetta tekur um 5 mín. Á hverri hlið. Ef þér finnst of mikill hiti þá lækkar þú undir pönnunni.
Endirtakið þar til allir klattar hafa verið eldaðir. Bætið við og við msk af olíu á pönnu.
Þetta á að bera fram heitt.