Uppskrift er fyrir 2.
1 bolli af rifnum gulrótum – hafa bollann kúfaðan (2-3 gulrætur)
1 bolli af rifnu epli – 2-3 epli
2 bollar af mjólk – möndlu, hrís eða kókóshnetumjólk
2 msk af sítrónusafa
1 kúffull tsk af sítrónuberki - rifnum
2 tsk vanillu duft
1 bolli af höfrum – má nota glúteinlausa
3 msk af valhnetum – eiga auka ef þú vilt á toppinn
2 msk af rúsínum – eiga auka á toppinn ef þú vilt
1 msk af maple sýrópi eða hunangi
2 tsk af kanil
1 tsk af muldu engifer
¼ tsk af muldu múskat
Bláber
Hnetusmjör
Banani
Graskers fræ
Settu rifnu gulræturnar, eplin, mjólkina, sítónusafann og börkinn ásamt vanillu duftinu í meðal stóran pott, blandaðu öllu saman og láttu suðuna koma upp.
Þegar suðan er alveg að verða komin upp, þá má setja saman við hafrana, valhneturnar og rúsínur. Hrærið vel svo það myndist ekki kekkir. Lækkið hitann og látið standa á lágum hita í 10 mínútur eða þar til grautur er rjómalegur. Hrærið öðru hvoru í pottinum því þetta á það til að festast í botninum, ef það gerist notið aðeins meiri mjólk.
Slökkvið nú á hitanum og hrærið saman við maple sýrópi eða hunangi. Bætið svo við kanil, engifer og múskat og blandið þessu öllu vel saman.
Toppið með berjum, hnetusmjöri, banana, graskersfræjum, valhnetum og rúsínum.
Annars er það líka alveg þitt val hvað þú setur á toppinn.