Fara í efni

Borðaðu 5 valhnetur og bíddu í 4 tíma: Það sem gerist er mjög jákvætt fyrir líkamann

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að með því að borða 5 valhnetur á dag þá fær líkaminn strax ákveðna vernd gegn hjartasjúkdómum.
Grein frá Pressan/Veröld
Grein frá Pressan/Veröld

Hnetur eru bragðgóðar og góðar fyrir heilsuna og niðurstöður nýrrar rannsóknar á áhrifum valhneta á líkamann renna enn frekari stoðum undir þetta. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að með því að borða 5 valhnetur á dag þá fær líkaminn strax ákveðna vernd gegn hjartasjúkdómum.

 

 

Regluleg neysla á valhnetum mun auk þess veita varanlega vernd gegn hjartasjúkdómum. Á vef Healthy Life Tricks kemur fram að það hafi verið vísindamenn við Penn State háskólann í Pennsylvania í Bandaríkjunum sem rannsökuðu þetta. Haft er eftir Penny Krist Eterton, prófessor í næringarfræði við háskólann, fjórum klukkustundum eftir neyslu á valhnetum hafi blóðfita líkamans batnað og blóðrásin hafi einnig batnað.

Eterton sagði að ef fólk borðar lófafylli af valhnetum eða drekkur valhnetuolíu í fjóra daga þá dragi það úr hættunni á að fá hjartasjúkdóma. Vísindamennirnir telja auk þess að aðeins þurfi að borða þrjár matskeiðar af valhnetuolíu til að bæta ástand æðakerfisins og að það gerist á aðeins fjórum klukkustundum.

Birt í samstarfi við