Hið árlega Brúarhlaup á Selfossi fer fram laugardaginn 8. ágúst 2015. Árið 2014 var dagsetningu hlaupsins og hlaupaleiðum breytt og fer það nú fram, annað árið í röð, á sama tíma og Sumar á Selfossi og Olís mót í knattspyrnu fer fram á Selfossi. Mikil ánægja var með breytingarnar fyrir ári síðan og skapaðist mikil stemmning á Selfossi í tengslum við hlaupið.
Vegalengdir
Hlaupavegalengdir eru 10 km, 5 km, 2,8 km ásamt 800 m Sprotahlaupi fyrir krakka 8 ára og yngri.
Einnig fer fram keppni í 5 km hjólreiðum (skemmtihjólreiðar, ekki hröð keppnisbraut).
Allar hlaupaleiðir eru löggildar og mældar upp af viðurkenndum aðila. Tímataka er í öllum vegalengdum (flögur í 5 km og 10 km), bæði hlaupum og hjólreiðum.
Tímasetningar og staðsetningar
Allir þátttakendur koma í mark í miðbæjargarði Selfoss.
Flokkaskipting
Flokkaskipting er í 10 km hlaupi og eru veittir verðlaunapeningar fyrir 1.-3. sæti í hverjum aldursflokki.
Kort af leiðinni
Stærra kort af leiðinni
Skráning og verð
Skráning fer fram á hlaup.is og í Landsbankanum á Selfossi meðan forskráning er í gangi, en einnig á hlaupadag frá kl. 09.00 í Landsbankanum á Selfossi. Forskráningu lýkur á netinu á hlaup.is, föstudaginn 7. ágúst kl. 16.
Skráningargjöld í forskráningu:
Veittur er fjölskylduafsláttur þannig að hjón borga fullt gjald, fyrir sig og tvö börn, en ef um fleiri börn er að ræða fá þau frítt.
Skráningargjöld eftir að forskráningu lýkur
Þeir sem ekki vilja fá bol merktan hlaupinu geta afþakkað hann í forskráningu og lækkar þá keppnisgjaldið um 500 kr. Bolirnir eru úr dry-fit efni sem notað er í hlaupafatnað.
Afhending keppnisgagna, til þeirra sem hafa forskráð sig, er á hlaupadag við Landsbankann á Selfossi, frá kl. 09.00. Allir þátttakendur fá við skráningu keppnisbol og verðlaunapening við komu í mark.
Verðlaun
Verðlaunapeningar eru veittir fyrir þrjú fyrstu sætin í 10 km hlaupi í öllum aldursflokkum, bæði kyn. Einnig eru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í 10 km hlaupi, bæði kvenna og karla. Einnig eru veittir verðlaunapeningar fyrir þrjú fyrstu sætin í öðrum vegalengdum óháð kyni. Að auki verða dregin út útdráttarverðlaun um leið og keppendur koma í mark. Verðlaunaafhending fer fram í miðbæjargarði Selfoss, við endamark hlaupsins, kl.13.30.
Annað
Allir keppendur fá frítt í sunda eftir hlaup, í boði sveitarfélagsins Árborgar, gegn framvísun keppnisnúmers. Úrslit verða birt á hlaup.is. Frekari upplýsingar gefur Helgi Sigurður Haraldsson, helgihar@simnet.is og í síma 825-2130.