Tölur frá Eitrunarmiðstöð Landspítalans um fjölda fyrirspurna vegna lyfjaeitrana haldast í hendur við þetta.
Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar, finnst tölurnar sláandi og telur ástæðu til að bregðast við vandanum:
„Það liggur fyrir að fyrirspurnum vegna lyfjaeitrana hefur ekki farið fækkandi undanfarin ár. Ef við horfum á þá staðreynd í samhengi við niðurstöður nýlegrar könnunar sem sýna að lyf eru ekki geymd við nægilega öruggar aðstæður á íslenskum heimilum er ljóst að vekja þarf fólk til umhugsunar."
Lyfjastofnun fer af stað 2. mars með átaksverkefnið Lyfjaskil – taktu til! sem er ætlað að taka á þessum vanda með vitundarvakningu hjá almenningi.
Í tengslum við átaksverkefnið opnar Lyfjastofnun vefinn www.lyfjaskil.is þar sem meðal annars verður hægt að lesa sér til um ráð varðandi geymslu lyfja á heimilum og hvernig á að bera sig að við tiltekt í lyfjaskápnum.
Átakið stendur yfir dagana 2.–10. mars 2017.
Verkefnið er unnið í samstarfi við fjölda stofnana, fyrirtækja og samtaka, þar á meðal Embætti landlæknis. Það hefur hlotið styrk frá Lyfjafræðingafélagi Íslands og velferðarráðuneytinu.
Samstarfsaðilar verkefnisins eru:
Eitrunarmiðstöð Landspítalans
Embætti landlæknis
Félag atvinnurekenda
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Kolbeinn Guðmundsson, barnalæknir
Lyfjafræðingafélag Íslands
Lyfsalahópur Samtaka verslunar og þjónustu
Sjúkrahúsapótek Landspítalans
Velferðarráðuneyti
Öll apótek á Íslandi
Af vef landlaeknir.is