Fara í efni

Mígreni - Við skoðum einkenni,orsakir og lyf

Mígreni - Við skoðum einkenni,orsakir og lyf

Mígreni er mikill skaðvaldur og er talið að 6% karla og 18% kvenna fái mígreni einhverntíma á lífsleiðinni með tilheyrandi verkjum og óþægindum. Mígreni er skilgreint sem verkjaköst er standa venjulega yfir í 6-24 klst. Þeim fylgir oft ljósfælni og auk þess fá flestir ógleði og uppköst. Mígreni er helsta ástæða þess að fólk missir úr vinnu og skóla. Flestir þeir sem þjást af mígreni fá köst sjaldnar en einu sinni í mánuði.

Fjölmargar rannsóknir sýna að mígreni er vangreint og ástæður þess geta verið margar, meðal annars leita margir sjúklingar með höfuðverki ekki endilega til lækna.

Einkenni
Mígreni er höfuðverkur eða öllu heldur höfuðverkjarkast, venjulega öðru megin í höfðinu með þungum æðaslætti. Höfuðverknum fylgir oft ógleði og uppköst og sjúklingurinn leitar gjarnan í kyrrð og rökkur. Kastið getur staðið frá nokkrum klukkustundum upp í heilan dag eða lengur. Sjaldgæfara afbrigði mígrenis getur valdið tímabundnum sjóntruflunum, kvíða, þreytu og ruglingi á hugsunum, sem varir venjulega aðeins í stuttan tíma, en lýsir sér að öðru leiti svipað venjulegu mígreni.

Orsakir Deildar meiningar hafa verið um orsakir mígrenis og enn þekkja menn þær ekki að ráði. Hafa sumir hallast að því að sjúkdómurinn sé í ætt við flogaköst og eigi upptök sín í taugavef heilans, en aðrir tengja hann einkum við það, þegar æðar í höfðinu þenjast út eða dragast saman sem vitað er að gerist á meðan á mígreniköstum stendur. Trúlega eru það þó mismunandi samverkandi þættir sem leysa köstin úr læðingi. Algengt er að streita, örþreyta, hormónabreytingar og matvæli eins og mjólk, egg, skelfiskur, ostur, súkkulaði, jarðhnetur og hveiti, einnig reykingar og áfengisneysla, geta valdið mígrenikasti. En hjá mörgum þarf ekkert slíkt til og ekki hægt að benda á neitt sérstakt sem kemur kastinu af stað.

Forvarnir
Mígreni er snúinn sjúkdómur og áhrifaþættir sem geta kallað fram mígreni eru mjög einstaklingsbundnir. Það sem getur hjálpað sumum hjálpar alls ekki öðrum. Oft getur verið gagnlegt að halda dagbók til að gera sér grein fyrir áhrifaþáttunum. Með því að þekkja áhrifaþættina er hægt að reyna að forðast þá eða draga úr þeim þannig að áhrif þeirra verið eins lítil og mögulegt er. Það eru nokkrir hlutir sem getur verið gott að skoða og fara yfir.

Tengt svefni og álagi:

· Halda föstum svefnvenjum

· Halda álagi í hófi

· Breytingar á svefnmynstri

· Truflun á svefnmynstri

· Breytingar á tilfinningum svo sem; streita, kvíði, spenna, þunglyndi

· Hormónabreytingar; sumar konur tengja mígreni við tíðarhringinn

· Mikill hávaði

· Skær birta

Tengt mataræði og hreyfingu:

· Óreglulegar máltíðir,

· Ónóg vökvainntaka

· Áfengi

· Reykingar

· Koffíndrykkir, svo sem te og kaffi

· Súkkulaði

· Sítrus ávextir

· Tyramin (er í jógúrt, banönum, fíkjum, fersku brauði, rauðvíni, ostum og sumum baunum)

· Nítröt (eru í saltkjöti, geta verið í pylsum, bjúgum og öðrum unnum kjötvörum)

· Monosodium glutamate (þekkt sem þriðja kryddið eða msg

· Histamine (er í rauðvíni, súkkulaði, ostum og bjór)

· Of mikið líkamlegt álag í langan tíma

· Aspartame (NutraSweet)

Lyf
Við vitum að mígreni er erfiður sjúkdómur að eiga við og þrátt fyrir að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að fyrirbyggja köst, þá gerist það nú samt að köstin koma. Þá getur verið gott að hafa við höndina lyf sem getur dregið úr köstum og verkjum.

Rizatriptan

Rizatriptan Alvogen er lyf í lausasölu gegn mígreni frá lyfjafyrirtækinu Alvogen og fæst því án lyfseðils. Lyfið er notað sem bráðameðferð við mígreniköstum, með eða án fyrirboðaeinkenna, fyrir fullorðna sem áður hafa verið greindir af lækni með mígreni. Lyfið er ekki notað til að fyrirbyggja kast heldur skal taka lyfið eins fljótt og hægt er eftir að mígrenieinkenni byrja. Rizatriptan Alvogen þrengir æðar í höfðinu, hamlar losun taugaboðefna og dregur úr virkni í þrenndartauginni sem er stór skyntaug fyrir andlit og hluta höfuðs. Þessi verkun dregur hratt úr sársaukaboðum og minnkar verk. Rizatriptan Alvogen eru 10 mg munndreifitöflur sem leysast upp í munninum og verka því hraðar en ella. Tvær töflur fást í pakkanum.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is. RIZ.L.A.2021.0022.01.

Greinin er unnin í samstarfi við Alvogen
Höfundur Magnús Þór Eggertsson