Megin tilgangur verðlaunanna er að varpa ljósi á þá sem hafa með jákvæðum hætti stuðlað að einu samfélagi fyrir alla.
Í flokki einstaklinga
Í flokki fyrirtækja/stofnana:
Í flokki umfjöllunar/kynningar:
Veitt eru verðlaun í þrem flokkum, flokki einstaklinga, flokki fyrirtækja/stofnanna og flokki umfjallana/kynninga.
Ólafur Ólafsson, formaður íþróttafélagsins Aspar, hlaut verðlaunin í flokki einstaklinga fyrir að helga líf sitt íþróttum fatlaðs fólks.
Í flokki fyirtækja og stofnanna hlaut Háskóli Íslands verðlaunin, fyrir starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun.
Arnar Helgi Lárusson hlaut síðan verðlaunin í flokki umfjallana og kynninga fyrir frumkvæði að átakinu „Aðgengi skiptir máli“.
Verndari verðlaunanna er Hr. Ólafur Ragnar Grímsson Forseti Íslands og afhenti hann verðlaunin, en þetta er í sjöunda skipti sem þessi verðlaun eru veitt.
Hönnuður verðlauna er Þórunn Árnadóttir, vöruhönnuður.